VMST - Betri skilningur og bætt samskipti - Vellíðan á vinnustað

Flokkur: vefnámskeid

Betri skilningur og bætt samskipti – Vellíðan og vinnugleði 

 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Vinnumálastofnun og er eingöngu ætlað einstaklingum í atvinnuleit 

 

4 daga námskeið  

Áður en námskeiðið hefst þá taka þátttakendur Everything DiSC Workplace könnun á netinu (könnunin er á ensku), en út úr henni er unnin skýrsla fyrir hvern og einn þátttakanda. Engin skýrsla er eins. Skýrslan er síðan mikið notuð á námskeiðinu.  

Dagur 1 – 2 klst - Að skilja sjálfan sig í samskiptum 

Everything DiSC verkfærið kynnt og fræðin á bakvið það. Byrjað að vinna með skýrsluna sem þátttakendur fá í upphafi námskeiðs. Mikið lagt upp úr þátttöku einstaklinga í æfingum og samræðum.  

 

Dagur 2 – 2 klst - Að skilja aðra einstaklinga 

Unnið áfram með skýrsluna. Fjallað um hvernig við sjáum aðra einstaklinga, bregðumst við þeim og hvað hvetur þá áfram. 

 

Dagur 3 – 2 klst – Að byggja sterkari sambönd 

Unnið með skýrsluna. Lærum að brúa bilið á milli einstaklinga. Lagt upp úr æfingum við að byggja upp sterkari sambönd í gegnum DiSC fræðin. Sett markmið hvernig hægt er að nýta verkfærið í framhaldi af námskeiðinu.  

 

Dagur 4 – 3 klst – Vellíðan og vinnugleði 

Unnið er eftir og farið yfir hugmyndafræði Fisksins. Hún snýst í grunninn um að “Leika sér”, “Gera daginn eftirminnilegan”, “Vera til staðar” og “Velja sér viðhorf”. Allir þessir hlutir snúa að því að hjálpa einstaklingum við að átta sig á og fjölga þeim hluti sem þeir stjórna í lífinu. Þetta mun auka bæði ánægju og gleði í lífi og starfi. Mikið lagt upp úr þátttöku einstaklinga gagnvirkni.  

 

Í kjölfar námskeiðanna er þátttakendum boðið í 1x markþjálfunartíma sem er skipulagður á seinasta degi námskeiðs. 

Kennsla mun fara fram í gegnum vefinn og notað forritið ZOOM. 

 

Leiðbeinendur: Kjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari og Ingunn Helga Bjarnadóttir markþjálfi

 

Kennsla fer fram: 5. okt frá 10-12, 7.okt frá 10-12, 9.okt frá 10-12 og 12.okt frá 9-12

 

Síðan aftur í Nóvember: 9. Nov frá 10-12, 11. Nóv frá 10-12, 13. Nóv frá 10-12 og 16. Nóv frá 9-12

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning