Til margra ára hefur SÍMEY boðið upp á raunfærnimat og hefur miðstöðin að jafnaði raunfærnimetið um fimmtíu manns á ári. Helena Sif Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri, segir ástæðu til þess að vekja athygli á þessum möguleika, allt of fáir geri sér grein fyrir hvað í raunfærnimatinu felst og hvað það getur gefið fólki.