Fyrirtækjasvið SÍMEY býður upp á fjölbreytt námskeið og fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um fræðslu sem við getum boðið uppá fyrir vinnustaði. Við erum einnig alltaf tilbúin að setjast niður og skoða fræðsluþarfir hvers og eins og gerum okkar besta til að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að finna fræðslu við hæfi.
Jákvæð samskipti á vinnustað | Námskeið sem eflir starfsfólk í jákvæðum samskiptum, byggð á gagnkvæmri virðingu og sjálfsstjórn. | 1 klst fyrirlestur eða 3 klst námskeið |
---|---|---|
Fjölbreytileiki á vinnustað | Fjallað er um hvaðan fordómar spretta og hvernig við sem einstaklingar getum leitast við að verða meðvituð um okkar eigin fordóma. | 1 klst fyrirlestur eða allt að 6 tíma vinnustofa |
Tímastjórnun og orkustjórnun | Fjallað er um áhrif streitu á líf okkar og hvernig hægt er að minnka áhrif hennar með mikilvægum verkfærum eins og tíma- og orkustjórnun. Fyrirlesturinn fjallar um forgangsröðun, að njóta augnabliksins, áhrif hreyfingar og hvernig við getum á sem bestan hátt hlúð að sjálfum okkur. | 1 klst fyrirlestur |
Lífsspeki Fisksins - vellíðan í vinnunni | Einföld leið til að bæta starfsandann og leið til að starfsfólk geti látið sér líða enn betur í vinnunni. | 3 klst námskeið |
Markþjálfun og persónuleg uppbygging | Markþjálfun kynnt og skoðað með þátttakendum hvernig nýta má markþjálfun til aukinnar persónulegrar uppbyggingar. | 3 klst námskeið |
Krefjandi viðskiptavinir | Þarf þitt fyrirtæki stundum að kljást við krefjandi viðskiptavini sem virða ekki mörk? Fyrirlesturinn um sjálfsstjórn, stress og álag, hvernig við setjum öðrum mörk og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér. | 1 klst fyrirlestur |
Hristu hópinn saman! | Hópefli fyrir starfsmannahópa með það að markmiði að efla samstöðu og traust og eiga skemmtilega stund saman. | 1- 6 klst |
Íslenska sem annað mál | Íslenskunám á ólíkum stigum sem og starfstengd íslenskukennsla fyrir útlendinga. | 20 klst eða fleiri |
Einelti og áreitni á vinnustað | Fjallað er um samskipti almennt og ábyrgð hvers og eins í samskiptum á vinnustað. Farið yfir skilgreiningar á einelti og áreitni, forvarnir og hvað ber að gera ef einelti/áreitni kemur upp. | 1 klst fyrirlestur eða 3 klst námskeið/vinnustofa |
Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefur:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is