"Samherji fékk SÍMEY í verkefnið Fræðslustjóri að láni í landvinnslum félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu. Verkefnið gekk út á að greina fræðsluþörf innan landvinnslunnar og sátu starfsmenn í stýrihópnum. Samherji var einnig þátttakandi í verkefninu Sjósókn sem var sett af stað af Sjómennt í samvinnu við SÍMEY til að efla endurmenntun sjómanna. Í dag leggur Samherji metnað í að sinna starfsþróun með öflugum hætti. Þar er SÍMEY lykilaðili í að hjálpa okkur við það. "
"SÍMEY hefur haldið utanum greiningu á fræðsluþörfum starfsmanna Höldurs og voru vinnubrögð þeirra til mikillar fyrirmyndar. Starf þeirra einkennist af mikilli fagmennsku í bland við metnað og sveigjanleika. Einnig nýtum við okkur námskeiðsframboð SÍMEY töluvert og hefur samstarf okkar ávallt verið mjög gott og uppbyggjandi.
Við vitum að SÍMEY mun áfram reynast okkur góður bakhjarl við að veita starfsfólki okkar nauðsynlega fræðslu og þjálfun."