Eitt af hlutverkum SÍMEY er að stuðla að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. Þetta gerum við með því að bjóða upp á fjöldamörg almenn námskeið bæði starfstengd sem og tengd áhugamálum og hugðarefnum hvers og eins. Sem dæmi má nefna námskeið sem snúa að tölvukunnáttu, tungumálakunnáttu, persónuhæfni, almennri þekkingu og síðast en ekki síst tómstundum. SÍMEY býður einstaklingum upp á lengri námsbrautir eftir því sem efni og aðstæður leyfa.
Verkefnastjórar og ráðgjafar SÍMEY eru til taks fyrir einstaklinga til að skoða hvaða námskeið eða námsleiðir henta hverjum og einum. Einnig geta þeir bent á leiðir til að fjármagna námskeiðsgjöld o.fl.
Þessi þjónusta er einstaklingum að kostnaðarlausu.