Námsleiðir

SÍMEY býður upp á Námsleiðir í samvinnu við Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins. Námsleiðirnar má meta til eininga í framhaldsskólum. Námsleiðirnar eru a.m.k. 40 klst. og lengstu námsleiðirnar eru 300 klst. Sem dæmi um námsleiðir eru Grunnmenntaskólinn, Sterkari starfsmaður, Færni í ferðaþjónustu, Skrifstofuskólinn o.s.frv. Hægt er að nálgast yfirlit yfir námsleiðir Fræðslumiðstöðvarinnar hér.

Námleiðirnar eru niðurgreiddar 90% af Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins. Stéttarfélögin styðja einnig við bakið á sínum félagsmönnum við námskeiðskostnað. Við mælum með að fólk kynni sér réttindi sín hjá sínu stéttarfélagi.