Lestur og skrift á íslensku

Flokkur: Íslenska sem annað mál

Þetta námskeið hentar fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra og er ólæst eða illa læst á latneskt letur. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli tölvufærni sína, sem og sjálfstraust sitt.

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- bókstöfum, tölustöfum, helstu stærðfræðitáknum og greinarmerkjum í íslensku.
- gagnsemi smáforrita og kennsluforrita við þjálfun í lestri og ritun.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa stutt orð og einfaldar setningar.
- handskrifa og skrifa á lyklaborð tölvu stutt orð og einfaldar setningar.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja málhljóð saman og lesa stutt orð og einfaldar setningar.
- skrifa stóran staf í upphafi setningar og eiginnafna.
- skrifa stutt orð og einfaldar setningar á læsilegan hátt, til dæmis stutt skilaboð eða setningar við mynd.
- nýta tölvu og einföld forrit til að skrifa


Tækni

Kynntar verða möguleikar á verkefnum á netinu, heimasíður og öpp og hvernig þú getur nýtt snjallsímann í íslenskunáminu. Þriggja mánaða aðgangur að Bara tala appinu fylgir námskeiðinu.

Lengd: 100 klst

Verð: 35.000 kr

Leiðbeinandi: Ahmed Essabiani

Kennsla: Hefst 15. október og lýkur 27. mars 2025. Kennt online á mánudögum og miðvikudögum kl 17.00-19.00.

 

Sjá námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.

Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Vorönn 2025 Íslenska sem annað mál