Áfram veginn - fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Flokkur: námskeið

Er tímabært að horfa fram á veginn? Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan, jafnvel sem barn? 

Þá er vefnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi.

Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi?

Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.

Megin þemu námskeiðsins eru:

  • Taugaþroskaröskunin ADHD
  • Stýrifærni heilans
  • Greiningarferli ADHD
  • Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu
  • Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD
  • Hugræna líkanið
  • Styrkleikar ADHD
  • Bjargráð verða kynnt til sögunnar
  • Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD

Leiðbeinendur: Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD/einhverfu markþjálfi

Hvar og hvenær: 17. og 24. mars frá kl. 17:00-19:00 á ZOOM

Lengd: 4 tíma námskeið, tvö skipti.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Áfram veginn - vefnámskeið fyrir fullorðna með ADHD 17. mar - 24. mar 17:00-19:00 Vefnámskeið 35.000 kr. Skráning