Markmið: |
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
|
|
|
Viðfangsefni: |
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Endurlífgunarráð Íslands og Evrópska Endurlífgunarráðsins. Það er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans. |
|
|
Inntökuskilyrði: |
Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. sjúkra- og neyðarflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar. |
|
|
Námsmat: |
Símat á virkni og getu nemenda. |
|
|
Námsefni: |
Námsefnið er rafrænt, aðgengilegt á vef ERC þegar skráning hefur verið staðfest og er innifalið í verði námskeiðsins. Nemendur skulu hafa lokið rafræna hlutanum áður en að verklegum hluta námskeiðsins kemur. |
Lengd: 8 kennslustundir
Staðsetning: HSN Siglufirði
Leiðbeinandi : Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir
Skráning fer fram hjá Sjúkraflutningaskólanum.
ATHUGIÐ að skráningu lýkur 15. mars. 2025.
Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|---|---|---|---|---|
Athugið skráningu á námskeiðið lýkur: 15/03/2025 | 14. maí | Miðvikudagur | 8 kennslustundir | Húsnæði HSN á Siglufirði |