Ertu að vinna á fótunum?

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

ATH: Sömu daga verða námskeið á vegum stéttarfélaga 17:00-19:00. Starfsmönnum HSN sem ekki geta komist 14:00-16:00 er velkomið að skrá sig hér og mæta kl 17:00 í staðinn. Viðfangsefnið á seinna námskeiðinu er hugsað fyrir almenning en ekki heilbrigðisstarfsfólk en margt sameiginlegt. 

Á námskeiðinu verður farið yfir allt það helsta sem skiptir máli fyrir fólk sem er að vinna á fótunum á hörðu undirlagi löngum stundum. Farið verður yfir helstu vandamál tengd fótum sem geta komið upp við mikið álag. S.s. Iljarfellsbólga (Plantar fasciitis), hælspori (Heel spur), tábergssig (Metatarsalgia), útvöxtur beina (Hallux valgus), hásinabólga (Achilles tendinitis), beinhimnubólgu (Shin splint), hnéverkir (Jumper's knee, Runners knee, Meniscus tears), Verkur í mjöðm og í baki.

Einnig verður farið yfir helstu orsakir þessarra vandamála s.s. skakkir hælar, há rist, ilsig, hjólbeinótt/ur, kiðfættur (Varus / Valgus), mislengd ganglima (misalignment) o.fl.

Farið verður yfir hvaða lausnir eru í boði s.s. Skóbúnaður fyrir vinnu og frístundir, sérsmíðuð, hálfstöðluð og stöðluð innlegg, sokkar með hlutverk, þrýstisokkar, fótaspelkur, púðar, fleygar, táskiljur, næturspelkur, nætursokkar o.fl.

Leiðbeinandi: Lýður B. Skarphéðinsson sérfræðingur í göngugreiningum, Footbalance sérfræðingur og eigandi Göngugreiningar. Lýður hefur tekið yfir 60.000 íslendinga í göngugreiningu og afhent yfir 70.000 innlegg. Lýður hefur á 25 árum unnið fyrir Stoðtækni, Össur, Flexor, Fætur toga og Göngugreiningu. Undanfarið hefur Lýður verið með fræðslu fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem hafa mælst vel fyrir.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Ertu að vinna á fótunum - Siglufjörður 11. mar 14:00-16:00 Siglufjörður Skráning
Ertu að vinna á fótunum - Akureyri 13. mar 14:00-16:00 Akureyri Skráning
Ertu að vinna á fótunum - Dalvík 20. mar 14:00-16:00 Dalvík Skráning