Hamfarahlýnun í hádegismat

Flokkur: námskeið

Verklegt matreiðslunámskeið þar sem unnið er með loftslagsvæna hugsun í  meðferð matvæla og mataræði. Settur er fókus á hvernig hægt er að sporna við matarsóun heima hjá sér og á vinnustöðum. Farið yfir mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur og hvernig við getum aukið vægi plöntufæðis í daglegu mataræði. 

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér hráefni sem dagað hefur upp í skápum og við töfrum fram rétti sem nýta hráefni sem annars myndi enda í tunnunni. 

Námskeiðið er 4 klst og endar með sameiginlegu borðhaldi þar sem við gæðum okkur á kræsingunum sem þátttakendur hafa eldað.  

Gott að taka með sér svuntu og ílát til að taka mat með heim, því ekki viljum við henda afgöngum. 

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík samtakanna. Hún hefur verið ötul í baráttunni við matarsóun undanfarin 10 ár. Einnig hefur hún miðlað þekkingu á grænmetisfæði á námskeiðum víða um land í rúmlega 20 ár.   

Námskeiðið er hluti af Loftum verkefninu og er því starfsfólki sveitarfélaga að kostnaðarlausu.

Jafnframt sækja þátttakendur í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning