Verklegt matreiðslunámskeið þar sem unnið er með loftslagsvæna hugsun í meðferð matvæla og mataræði. Settur er fókus á hvernig hægt er að sporna við matarsóun heima hjá sér og á vinnustöðum. Farið yfir mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur og hvernig við getum aukið vægi plöntufæðis í daglegu mataræði.
Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér hráefni sem dagað hefur upp í skápum og við töfrum fram rétti sem nýta hráefni sem annars myndi enda í tunnunni.
Námskeiðið er 4 klst og endar með sameiginlegu borðhaldi þar sem við gæðum okkur á kræsingunum sem þátttakendur hafa eldað.
Gott að taka með sér svuntu og ílát til að taka mat með heim, því ekki viljum við henda afgöngum.
Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík samtakanna. Hún hefur verið ötul í baráttunni við matarsóun undanfarin 10 ár. Einnig hefur hún miðlað þekkingu á grænmetisfæði á námskeiðum víða um land í rúmlega 20 ár.
Námskeiðið er hluti af Loftum verkefninu og er því starfsfólki sveitarfélaga að kostnaðarlausu.
Jafnframt sækja þátttakendur í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|