Íbúðalán - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Það borgar sig að vanda til verka þegar við ráðumst í okkar stærstu fjárhagslegu ákvarðanir. Hjá mörgum getur íbúðalánið haft afgerandi áhrif á fjármál heimilisins en erfitt getur reynst að átta sig á hvað hentar best á hverjum tíma. Á námskeiðinu verður rætt um allt það helsta sem tengist íbúðalánum almennt og aðstæðum í dag. 

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru: 

  • Hver er munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni og hvort hentar betur? 
  • Er betra að festa vexti eða taka lán á breytilegum vöxtum? 
  • Hvenær og hvernig endurfjármagna ég lánið mitt? 
  • Hvað kemur til með að hafa áhrif á lánið til framtíðar? 
  • Hvernig get ég fylgst með helstu áhrifaþáttum og gripið inn í þegar tilefni er til? 

Fyrir hverja er námskeiðið? 

  • Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, sem hyggur á íbúðakaup eða hefur þegar tekið íbúðalán. 

Ávinningur þátttakenda 

  • Þátttakendur verða betur í stakk búnir til að taka upplýstar ákvarðanir um hvers kyns lán hentar þeim best á hverjum tíma. 

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð