Icelandic as a second language A2-1 level 3

Flokkur: Íslenska sem annað mál

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-2 eða sambærilegu námskeiði. 

Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.  

Til dæmis þegar þú: 

  • segir frá þér, áhugamálum, fjölskyldu og fleiru
  • átt samtal um hluti tengda vinnu og heilsu
  • talar í síma um einfalda hluti
  • átt í einföldum tölvupóstsamskiptum 

 Lögð verður áhersla á að efla samtalshæfni enn frekar. Um leið verður aukin áhersla lögð á ritun einfaldra texta og leit að upplýsingum í rituðum texta og fréttum.  Þú lærir að fylgja einföldum leiðbeiningum t.d. leiðarlýsingum og leiðbeiningum varðandi vinnu.  

Aðaláherslan er á að þjálfa færni í að takast á við dagleg verkefni og samskipti á íslensku.

Málfræði 

Þú munt læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.

Tækni 

Í náminu nýtir þú þér snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara.   Þriggja mánaða aðgangur að Bara tala appinu fylgir námskeiðinu.

 
Tungumálamarkþjálfun
Við bjóðum þér líka upp á fría tungumála markþjálfun á meðan náminu stendur. Hér getur þú bókað tíma.

 

Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. Athugaðu að námskeið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út, einnig er námsgjald óafturkræft hætti þátttakandi við þegar nám er hafið. Frestur til úrsagnar 48 klst áður en námskeið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 48 klst áður en námskeið hefst, verða námsgjöld innheimt að fullu. Sjá Greiðsluskilmála.
Smellið hér til að afskrá ykkur úr námi.
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum! Mörg þeirra endurgreiða allt að 80%

 

Information in english

This course is intended for those who have completed Icelandic A1-2 or a similar course. 

During the course, you will improve your ability to use Icelandic in conversations and in writing. 

  

For example, when you: 

  • talk about yourself, hobbies, family etc. 
  • have a conversation about things related to work and health
  • talk on the phone about simple things
  • communicate on simple things via e-mail 

There will be an emphasis on developing your conversational skills even further. At the same time, an increased emphasis will be placed on writing simple texts and searching for information in written texts and news. You will learn to follow simple instructions, e.g. directions and instructions regarding work. 

We will be focusing on helping you develop skills to deal with daily tasks and communication in Icelandic. 

Grammar 

You will be learning grammar step by step, while simultaneously increasing your skills in the language. 

Technology 

In this course we will be using smartphones, the internet and various apps to increase the diversity of the course. Three months access to the Bara tala app is included in the course

Language coaching
We also offer you free language coaching during the course. Here you can book an appointment.


Here you can test yourself to see if this is the right level

Do not forget to check the possibilities for grants from your unions and educational funds! Many of them reimburse up to 80% of the course fee.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
A2-1 29. jan - 07. apr Mánudaga og miðvikudaga 10.00-12.00 SÍMEY, Þórsstígur 4 52.000 kr. Skráning
A2-1 12. feb - 21. apr Mánudaga og miðvikudaga 17.00-19.00 SÍMEY, Þórsstígur 4 52.000 kr. Skráning