Róleg hreyfing og öndun

Flokkur: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra

Á þessu námskeiði verður áhersla á mjúkar hreyfingar og einfaldar öndunaræfingar.


Kenndar verða æfingar sem tengjast jóga sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Einnig verður farið í einfaldar öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun.

Þetta námskeið hentar öllum, algjörlega óháð getustigi. Æfingarnar verða aðlagaðar að hverjum þátttakanda, og er hægt að stunda bæði sitjandi og standandi.

Námskeiðið er kennt í 8 skipti.

Leiðbeinandi: Gerður Ósk Hjaltadóttir

Verð: kr. 15.000

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Róleg hreyfing 14. feb - 30. jún Ákveðið í samráði kennara og þátttakenda Ákveðið í samráði kennara og þátttakenda 15.000 kr. Skráning