Við hittumst saman á útivistarsvæðum bæjarins og njótum þess að vera í nátturunni. Við tökum léttar gönguferðir og gerum mögulega einhverjar æfingar, út frá áhuga og getu þátttakenda.
Tímasetning námskeiðsins er samkomulag kennara og þátttakenda, en stefnt er á að vera annað hvort á mánudögum eða miðvikudögum, fyrir kl. 16. Námskeiðið hefst með vorinu þegar veðrið fer hlýnandi - í mars eða apríl.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Magnúsdóttir
Verð kr. 15.000
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Útivist | 01. jan - 30. jún | Mánudagar eða miðvikudagar | Ákveðið í samráði kennara og þátttakenda | 15.000 kr. | Skráning |