MYNDLISTASMIÐJA

Flokkur: Lengra nám

Megináhersla er lögð á að þátttakendur nái færni í grunnatriðum myndlistar og afli sér þekkingar og leikni með vinnu sinni. Þátttakendur efla skapandi hugsun og læra að fanga hugmyndir sínar sem þeir síðan útfæra á margvíslegan hátt. Þátttakendur kynnast einnig ýmsum aðferðum við framsetningu hugmynda sinna, notkun mismunandi áhalda og mikilvægi frágangs á myndverkum sínum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum. Þátttakendur halda verkdagbók/skissubók á meðan á námskeiði stendur.

Fyrirkomulag náms: Námið er staðnám og kennt tvisvar í viku.

Námsmat: Námsmat fer fram í formi mæting og virkni í tími.  Námsmaður telst hafa staðist námskröfur með þátttöku á myndlistarsýningu við lok náms.

Listasmiðja er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri með litla formlega menntun.

Lengd: Námskeiðið er 80 klst.
Forkröfur náms: Engar
Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4
Hvenær: Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-21:00. Hefst 31. janúar og lýkur 30 mars
Verð: 36.000 kr. (birt með fyrirvara um hækkun skv. ákvörðun Fræðslusjóðs)

Hámark 12 þátttakendur

Sjá námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!