Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Flokkur: Lengra nám

Námið hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni en með sérstaka áherslu á mismunandi námsnálgun námsmanna og samþættingu námsþátta. Námsleiðin hentar sérstaklega vel þeim einstaklinum sem lokið hafa raunfærnimati í iðngreinum og hyggja á að ljúka sveinsprófi.
Námið er kvöldnám og verður kennt tvö kvöld í viku veturinn 2020-2021 og hentar því með vinnu.
Námsmat er í formi símats, verkefnavinnu og þátttöku í tímum. Engin próf eru í áföngunum.

Hvenær: Hefst 11. janúar og kennt mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og annahvern laugardag á milli kl. 9:00 - og 12:00. Síðasti kennsludagur er 29. maí

Áfangar 

Fullorðnir námsmenn: Námskeið fyrir þátttakendur til að undibúa þá undir námið. hefst 11. janúar

Íslenska 2HS05 : heimildavinna, málnotkun, ritun, setningafræði. hefst 20 janúar

Enska 2LS05:  lestur, málfræði, orðaforði og skilningur hefst 19. febrúar

Stærðfræði: undibúningsnámskeið hefst 20. mars

Stærðfræði 2RH05: hornaföll, rökfræði, rúmfræði hefst 17. apríl

Athugið að hægt er að koma inn í kvöldnám sem hófst í haust og er kennt á mánudags og miðvikudagskvöldum. Hafið samband við Söndru (sandra(hjá)simey.is) eða Helga (helgis(hjá)simey.is) til að fá frekari upplýsingar.

 

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi þessa námsleið til styttingar á námi í framhaldsskóla en vekur athygli á því að mat á fyrra námi nemenda er á ábyrgð skólameistara viðkomandi framhaldsskóla.

 

Verð: 75.000 kr (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. 

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !