Núvitund og sjálfsumhyggja - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Á þessu námskeiði verður farið yfir grundvallaratriði núvitundar og sjálfsumhyggju og hvernig þessi hugtök geta hjálpað okkur að lifa með auknu jafnvægi og vellíðan. Við munum kanna hvernig við getum þróað með okkur sjálfsumhyggju, þ.e. að sýna okkur sjálfum skilning og hlýju í erfiðum aðstæðum, og hvernig núvitund nýtist okkur á þeirri vegferð.. Sérstaklega verður fjallað um áhrif jákvæðs sjálfstals, mildrar sjálfsathygli og góðvildar gagnvart eigin tilfinningum, ásamt því hvernig við getum þróað með okkur þol og aðlögunarhæfni til að takast á við krefjandi aðstæður með opnum huga og aukinni innri ró.

Leiðbeinandi: Haukur Pálmason er tónlistarmaður, kennari og tölvunarfræðingur sem jafnframt hefur lokið diploma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Núvitund og sjálfsumhyggja - vefnámskeið 27. feb 17:00-19:00 Vefnámskeið 17.900 kr. Skráning