Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu.
Á þessu námskeiði verður farið yfir grundvallaratriði núvitundar og sjálfsumhyggju og hvernig þessi hugtök geta hjálpað okkur að lifa með auknu jafnvægi og vellíðan. Við munum kanna hvernig við getum þróað með okkur sjálfsumhyggju, þ.e. að sýna okkur sjálfum skilning og hlýju í erfiðum aðstæðum, og hvernig núvitund nýtist okkur á þeirri vegferð.. Sérstaklega verður fjallað um áhrif jákvæðs sjálfstals, mildrar sjálfsathygli og góðvildar gagnvart eigin tilfinningum, ásamt því hvernig við getum þróað með okkur þol og aðlögunarhæfni til að takast á við krefjandi aðstæður með opnum huga og aukinni innri ró.
Leiðbeinandi: Haukur Pálmason er tónlistarmaður, kennari og tölvunarfræðingur sem jafnframt hefur lokið diploma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ.
Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Núvitund og sjálfsumhyggja - vefnámskeið | 27. feb | 17:00-19:00 | Vefnámskeið | Skráning |