Sumarblóm eru ómissandi í görðum þar sem þau brosa á móti sólinni og lífga upp á umhverfið. Margar tegundir blómstra allt sumarið og standa jafnvel langt fram á haust. Auk þess að vera garðaprýði eru margar tegundir sumarblóma bragðgóðar og vel ætar, sama á um margar fjölærar blómtegundir. Auk kryddjurta er því tilvalið að rækta fjölda sumarblóma og fjölærra blómplantna til átu. Nýta þær líkt og krydd í matseld, til að bragðbæta og krydda salöt og til skreytinga á tertur og smurbrauð. Á námskeiðinu er fjallað um val á tegundum ætra plantna, ræktun þeirra og umönnun. Margir vita að bæði blóm og blöð fjólu og stjúpu eru æt og bragðast ágætlega hrá í salati og með ítölskum mat. Hefð fyrir því að nota blómin þurrkuð til að skreyta kökur. Blóm skjaldfléttunnar minna á pipar, krónublöð morgunfrúar henta vel í pottrétti og blöð fagurfífils eru góð í salat. Fáir vita aftur á móti að fagurfífill, hádegisblóm bragðast ágætlega og henta vel í salöt og sem skraut á mat. Blóm nellikkunnar eru æt en þykja fullbragðsterk og henta því vel sem bragðaukar í olíur og edik. Þurrkuð blöð eru einnig notuð sem skraut á kökur og búðinga. Af fjölærum plöntum verður fjallað sérstaklega um íssóp, klukkur, daglilju, moskusrós, gulllauk og túlípana.
Auður fer á kostum á þessu námskeiði og fullyrðir að sumarblóm og fjöldi fjölæringa eru ekki bara augnayndi, þau eru líka góð í magann.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Litríkt sumar – ræktun ætra blóma og fjölæringa - Vefnámskeið | 29. apr | 17:00-18:30 | Vefnámskeið | 14.900 kr. | Skráning |