Rafrásir og örtölvur - FABLAB

Flokkur: námskeið

Farið yfir grunnatriði hönnunar og framleiðslu rafrása. Þátttakendur setja saman og forrita rafrás með tilliti til hönnunar kennara. Þátttakendur útfæra rásirnar, fræsa út í koparplötur, lóða íhluti á sinn stað og forrita örgjörvann. 

Markmið: Hanna rafrás með örtölvu, viðnámum og ljósdíóðum. Forrita örtölvuna með eigin kóða.  

Helstu forrit: KiCad og Carbide Copper 

Leiðbeinandi: Árni Björnsson  

Lengd: 9 tíma námskeið, þrjú skipti 

Hvar og hvenær: Fab Lab Akureyri (VMA) 

  • 7. október 11:00 - 14:00 Laugardagur 
  • 11. október 17:00 - 20:00 Miðvikudagur 
  • 14. október 11:00 - 14:00 Laugardagur 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð