Rötun og notkun GPS tækja

Flokkur: námskeið

Hagnýtt 14 stunda námskeið í rötun og notkun GPS tækja. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á að læra með því að gera og að í lok námskeiðisins geti nemendur nýtt GPS tæki sín til rötunar, fylgt ferlum, tekið stefnur og punkta.

Á meðal efnisþátta námskeiðisins eru:

  • Grunnatriði rötunar
  • Kortalestur
  • Stefnur og notkun áttavita
  • GPS tækið, helstu stillingar og valmyndir
  • Tölvuvinnsla, tengingar og helstu forrit
  • Verklegar æfingar

Nemendur þurfa að hafa meðferðis GPS tæki og áttavita.

Við mælum með Garmin GPSMap 62 eða nýrri.

Leiðbeinandi: Guðmundur Örn Sverrisson. Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör, var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012. Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð