Samgöngumiðað skipulag og virkir ferðamátar

Flokkur: Loftum

Eingöngu ætlað kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. 

Námskeiðið byggir á nýjum leiðbeiningum Skipulagstofnunar; Mannlíf, byggð og bæjarrými þar sem fjallað er um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli.  

Farið verður yfir orsakasamhengi milli landnotkunar og vistvænna samgangna. Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á tvo þætti. 1. Skipulag og 2. Hönnun.  

  1. Í skipulagshlutanum verður farið yfir landnotkun og umferðarsköpun, blöndun byggðar, mikilvægi birtu og skjóls ásamt því að skoða heildstætt kerfi vistvænna samgangna. 

  1. Í hönnunarhlutanum verður farið yfir gatnahönnun, greiðfærni, upplifun og öryggi notenda ásamt þörfum mismunandi einstaklinga og samfélagshópa. Farið verður yfir hvernig best sé að hanna gangstéttar, strætóstoppistöðvar, bílastæði og hjólastæði. 

Fræðslan verður aðlöguð að stærð og staðbundnu samhengi viðkomandi sveitarfélags. Tekin verða raunveruleg dæmi um hvernig þetta er gert og hver útkoman verður.  

Mikil áhersla er lögð á virkni og þátttöku þeirra sem mæta. Þátttakendur koma til með að skoða sitt eigið umhverfi sérstaklega og óskað er eftir hugmyndum frá þeim um það sem vel er gert og um það sem mætti betur fara í þeirra nærumhverfi. Í kjölfarið eru skoðaðar mögulegar lausnir. 

Eftir fræðsluna eru þátttakendur komnir með skarpari sýn og þekkingu á því hvernig hægt er að skipuleggja og hanna umhverfi sitt betur fyrir virka ferðamáta. Þeir verða komnir með þekkingu á því hvernig þeir geta nýtt leiðbeiningar Skipulagsstofnunar sem verkfæri til að skapa aukin verðmæti og auka samkeppnishæfni síns sveitarfélags.  

Fyrirkomulag: Fyrirlestur og vinna á staðnum. 

Markhópur: Starfsfólk sveitarfélaga í umhverfis- og skipulagsmálum, framkvæmdum og öðru umhverfistengdu ásamt kjörnum fulltrúum. 

Leiðbeinandi: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE. Hún er með víðtæka menntun og reynslu af skipulags- og samgöngumálum. 

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita: 

Kristín Björk - 460-5724 - kristin@simey.is 
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is 
Hilmar Valur - 464-5100 – hilmar@hac.is  

Sóknaráætlun Norðurlands eystra

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning