Á námskeiðinu mun Eiríkur Friðriksson matreiðslumeistari að kenna öll leyndarmál matreiðslumeistarans þegar kemur að súpugerð við öll tækifæri, hvort heldur er í veisluna, sumarbústaðinn eða til þess að fæða fjölskylduna á einfaldan, ódýran og fljótlegan hátt.
Farið verður yfir allar gerðir súpa bæði kaldar og heitar (rjóma, mauk, fiski, kjöt o.s.frv), og grauta hverskonar.
Eiríkur mun m.a. kenna þátttakendum að gera verðlauna humarsúpuna sína sem þykir frábær.
Einnig verður farið yfir hvernig best er að undirbúa og geyma súpur ákveða magn fyrir ákveðinn fjölda.
Leiðbeinandi: Eiríkur Friðriksson, matreiðslumeistari.
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|