Tæknilæsi og tölvufærni - fjar- eða staðnám

Flokkur: Lengra nám

Markmið námsins er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu. Skilningur á grunnþáttum stafræns umhverfis verður efldur og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans verður þjálfuð. Að loknu námi hafa námsmenn öðlast hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum, geta t.d. stillt eigið notendaviðmót auk þess að átta sig á því hvað er á þeirra verksviði og hvað ekki þegar unnið er í stafrænu umhverfi. Námsmenn geta þannig styrkt stöðu sína á vinnumarkaði og hafa greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.

Námið samanstendur af sex áföngum:

  • Fjarvinna og fjarnám
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Skýjalausnir
  • Stýrikerfi
  • Tæknilæsi og tölvufærni

 

Námið er 45 klukkustundir og hefst í lok janúar 2025 ef næg þátttaka fæst. Þátttakendur fá sendan tölvupóst með nánari tímasetningu í janúar.

Hafið samband við Helenu (helena@simey.is) eða Önnu Maríu (annamaria@simey.is) fyrir frekari upplýsingar um námið

Verð: 19.000 kr (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.

Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Vorönn 2025