Tæknilæsi og tölvufærni - vefnám

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið að námið er í boði fyrir fleiri aðila á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN eða velferðarsviðs Akureyrarbæjar á námskeiðinu.

Markmið námsins er að auka tæknifærni þátttakenda, sem og að efla hæfni þeirra og trú á eigin getu til að takast á við breytingar og tækniframfarir í atvinnulífinu.

Að loknu námi hafa þátttakendur aukið færni og þekkingu í upplýsingatækni og tölvunotkun, og þannig styrkt stöðu sína á vinnumarkaði til framtíðar.

Námið samanstendur af sex áföngum:

  • Fjarvinna og fjarnám
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Skýjalausnir
  • Stýrikerfi
  • Tæknilæsi og tölvufærni

Námið er 45 klukkustundir og hefst 24. febrúar. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum til 8. maí.

Tími: 17:00-19:00. 

Leiðbeinandi: Snæbjörn Sigurðarson, en hann hefur ríflega 20 ára reynslu af tæknikennslu

Frekari upplýsingar varðandi námskeiðið veitir: 

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

2025V vorönn 2025 fyrirtækjaskólar