Umbóta lífið: Að bæta/auka skilvirkni í einkalífinu - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Á þessu 2 klukkustunda námskeið mun Viktoría fara yfir hvernig er hægt að nota umbóta hugmyndafræði í persónulega lífinu til þess að ná meiri skilvirkni og árangri. 

Umbóta hugmyndafræðin hefur verið nýtt í fyrirtækjum erlendis og á íslandi síðustu ár með mjög góðum árangri. Þetta námskeið mun fara yfir hvernig er hægt að nýta þau tól og tæki sem  hugmyndafræðin býður upp á heima hjá sér og í einkalífinu. 

Farið verður yfir ýmis verkfæri sem hjálpa þér að ná betri yfirsýn yfir verkefni heimilisins, meiri skilvirkni og skipulagningu ásamt bættri tímastjórnun. 

Leiðbeinandi: Viktoría Jensdóttir starfar sem forstöðumaður verkefna og stefnumótunar á framleiðslusviði Össurar. Hún hefur starfað að stöðugum umbótum (lean) í yfir 15 ár í mismunandi iðnaði m.a. hjá Alcoa, Össuri, Símanum og Landspítalanum. Ásamt því hefur hún kennt stöðugar umbætur hjá Háskóla Íslands og Opna háskólanum. 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.  Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi. 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning