Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera vegghengi með macramé hnýtingaraðferðinni. Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín. Í macramé er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram og láta byrjendaörðuleika ekki stoppa sig, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við.
Sköpun í handavinnu eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.
Leiðbeinandi: Hera Sigurðardóttir er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum og ungmennum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkrafti og leikgleði.
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|