Viltu efla þig og ná árangri? - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Hvetjandi og skemmtilegur fyrirlestur um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu.

Í fyrirlestrinum deili Ásdís Hjálmsdóttir sinni reynslu og þeim aðferðum sem hún hefur nýtt sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Hún fer yfir hvernig hægt er að nýta þessar aðferðir til að skara fram úr og ná auknum árangri. Innifalið er verkefnahefti sem veitir stuðning til að koma því sem við fram kemur í verk. Fyrirlesturinn er um klukkutími að lengd.

Leiðbeinandi: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud PhD, leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu, Ólympíufari og fyrirlesari

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Viltu efla þig og ná árangri? - vefnámskeið 20. mar 17:00-18:00 Vefnámskeið 16.600 kr. Skráning