Viltu efla þig og ná árangri? - vefnámskeið

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu.

Hvetjandi og skemmtilegur fyrirlestur um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu.

Í fyrirlestrinum deili Ásdís Hjálmsdóttir sinni reynslu og þeim aðferðum sem hún hefur nýtt sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Hún fer yfir hvernig hægt er að nýta þessar aðferðir til að skara fram úr og ná auknum árangri. Innifalið er verkefnahefti sem veitir stuðning til að koma því sem við fram kemur í verk. Fyrirlesturinn er um klukkutími að lengd.

Leiðbeinandi: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud PhD, leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu, Ólympíufari og fyrirlesari

Hvar og hvenær: 20.mars  17:00-18:00

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Viltu efla þig og ná árangri? - vefnámskeið 20. mar 17:00-18:00 Vefnámskeið Skráning