Vínylskurður i FabLab

Flokkur: námskeið

Námskeið í undirbúningi og notkun á vínylskurðarvél. Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í forritinu Inkscape sem notað er til að hanna límmiða og fatafilmur til að skera út.
Vínylskurðarvélin heitir Roland GS-24 og getur skorið í gegnum þunnt efni (vínyl, pappír o.fl). Vélin getur skorið út í einlita filmur en hægt er að púsla saman mismunandi litum til að fá flóknari límmiða.

Þátttakendur skera út límmiða sem hægt er að taka með sér heim.

Leiðbeinandi: Árni Björnsson

Lengd: Námskeiðið er 6 klst. Kennt 18. og 19. september frá kl. 17:00-20:00

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð