Þú getur pantað ráðgjöf hér!
Hjá SÍMEY starfa reynslumiklir ráðgjafar sem bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga. Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að skoða þá möguleika sem bjóðast þegar kemur að námi, starfsþróun eða annarri færniuppbyggingu. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við markmiðasetningu, metið áhugasvið og verið leiðbeinandi í að finna réttu leiðirnar að settu marki. Ef þörf þykir á að efla sjálfstraustið er upplagt að leita til ráðgjafanna okkar.
Ráðgjöfin miðast við:
- Upplýsingar um nám og störf.
- Upplýsingar varðandi raunfærnimat.
- Aðstoð til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og/eða starfsvals.
- Aðstoð við að kanna áhugasvið, færni og persónulegra styrkleika með tilliti til náms og starfa.
- Aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa.
- Aðstoð við að takast á við hindranir í námi.
- Aðstoð við að setja sér markmið og gera áætlun um nám eða starfsþróun.
- Leiðsögn um námstækni.
- Stuðning og hvatningu til símenntunar.
- Aðstoð við gerð ferilskráa og atvinnuumsókna.
- Aðstoð með tilvísun til annarra fagaðila.
Þú getur pantað ráðgjöf hér!
Viðtalsbeiðnir í síma 460 - 5720