Starfsleitarstofa

Í starfsleitarstofu fer náms- og starfsráðgjafi yfir helstu þætti virkrar og markvissrar atvinnuleitar. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða sig og þá reynslu sem þeir búa yfir þar sem kortlögð er færni og persónulegir styrkleikar hvers og eins. Þá setja þátttakendur sér raunhæf markmið þar sem hver og einn skoðar hvert hann vill stefna og hver væru fyrstu skrefin. Í kjölfarið gera allir ferilskrá og kynningarbréf og koma þannig til skila upplýsingum um hæfni og þekkingu.

Náms- og starfsráðgjafi kynnir fyrir þátttakendum vef VMST og þær vinnumiðlanir sem eru á svæðinu. Farið er yfir mikilvægi þess að virkja tengslanetið, undirbúning fyrir atvinnuviðtöl og allir fá eitt „atvinnuviðtal“ á námskeiðinu.
Þátttakendum fá kynningu á þeim námsúrræðum sem eru í boði á svæðinu. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla sem vilja styrkja stöðu sína og hefur margoft sýnt sig að þeir sem undirbúa sig hvað best á þessum tímamótum eru mun fyrri til að finna starf eða nýta sér önnur úrræði sem eru í boði.

Þátttakendur eru aldrei fleiri en 10 – sem gerir það að verkum að námskeiðið og kennslan er persónulegt og tekur mið af þörfum hvers og eins. Öllum þátttakendum stendur til boða að fá fleiri einstaklingsviðtöl eftir að námskeiði lýkur en eftirfylgni er með þeim hætti að náms- og starfsráðgjafi hringir í alla u.þ.b. mánuði eftir námskeiðslok.

Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við SÍMEY með tölvupósti á netfangið simey@simey.is eða hringdu í síma 460-5720