Á eigin skinni

Flokkur: vefnámskeid

Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, leiðir til að bæta svefn, heilastarfsemi og draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu. Sérstök áhersla verður lögð á hluti sem eru nytsamlegir á þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi, eins og leiðir til þess að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og lykilaðferðir í að halda ónæmiskerfinu öflugu.

 

Leiðbeinandi: Sölvi Tryggvason
Sölvi gaf nýverið út bókina: Á eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

 

 *Stéttarfélögin Eining Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning