Þegar storminn lægir
Eftir þungan róður og samfélag í hægum gír undanfarnar vikur virðast hjólin vera að fara að snúast á ný stig af stigi. Eflaust hafa mörg verkefni setið á hakanum og kvíði farinn að myndast fyrir því að takast á við hratt samfélag á ný og sumir sjá hreint ekki fyrir endan á verkefnabunkanum sem hefur safnast upp.
Hvað tekur þá við? Hvernig náum við að koma í veg fyrir að fólk keyri sig út og falli í kjölfarið í veikindafasa?
Senn fer svo að líða að sumarfríum. Sé litið til nýrra rannsókna virðast starfsmenn ekki vera að koma endurnærðir til starfa að loknum sumarleyfum og eykur það líkur umtalsvert á auknum kvíða og sjúklegri streitu sem kann að enda með auknum veikindafjarvistum sé ekki stuðlað að fræðslu til forvarna.
Markmiðið með fræðsluerindinu er fyrst og fremst að:
Lengd: 60 mín (fyrirlestur, umræður og stuðningur)
Leiðbeinandi: Helga Hrönn, mannauðsfræðingur og umdæmisstjóri Forvarna ehf.
Stjórnun á álags- og óvissutímum
Margir stjórnendur upplifa bæði óvissu og álag aukast samhliða heimsfaraldrinum. Í þessum fyrirlestri er farið yfir tengsl óvissu og sjúklegrar streitu. Teknar verða fyrir helstu áskoranir stjórnenda á þessum óvissutímum og þeim gefin ráð til að styðja við starfsfólk sitt og ekki síður sjálfa sig. Stig áfalla vegna samfélagsógnar verða kynnt ásamt því úrvinnsluferli sem tekur við hjá einstaklingnum sem og starfsmannaheildinni. Fjallað verður um þá stöðu sem kann að koma upp þegar hjólin fara að snúast á ný.
Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.
Í lokinn verða umræður þar sem stjórnendur geta miðlað sín á milli á jafningjagrundvelli sem og sótt ráð til Helgu Hrannar.
Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir, mannauðsfræðingur og umdæmisstjóri Streituskólans á Norðurlandi
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|