Að stíga ölduna - aðlögunarhæfni til framtíðar - Vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Að stíga ölduna – aðlögunarhæfni til framtíðar - 3 klst vefnámskeið 

Leiðbeinandi:  Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi  

Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja greind og færni til framtíðar. Hraði breytinga tók mikinn kipp á COVID tímum og breytingin framundan verður mörgum þung í skauti. Hvernig getum við betur undirbúið okkur fyrir hið óvænta? Horft á breytinguna með „nýjum augum“?   

Samkvæmt rannsóknum eru tilfinningagreind og þrautseigja meðal þeirra tíu eftirsóknarverðustu hæfileikum sem framtíðarstarfsmaðurinn þarf að búa yfir. Með auknu álagi og tíðari breytingum bjóða þrautseigja og tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að halda ró okkar í vaxandi óvissu.  Á námskeiðinu verður  farið yfir þær breytingar sem framundan eru og í kjölfarið koma með hagnýt ráð til að hefja ferðalagið í átt að aukinni tilfinningagreind og þrautseigju.  

Megininntak:   

  • Hvernig er sýn ykkar á breytingar?   

  • Hvaða breytingar eru framundan?   

  • Hvaða hæfileikar eru eftirsóknarverðir í fari starfsmanna til framtíðar?   

  • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?   

  • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?   

  • Hvað er tilfinningagreind og hvernig nýtist sú greind? Hvernig lærum við að þekkja, nefna, skilja og temja eigin tilfinningar?   

  • Hvernig hefur okkar tilfinningalega ástand áhrif á aðra?   

 Eftir námskeiði munu þátttakendur:   

  • Hafa aukinn skilning á þeim breytingum sem framundan eru og mikilvægi þess að undirbúa sig með aukinni aðlögunarhæfni.   

  • Hafa upplýsingar um hvaða þættir ýta undir aukna þrautseigju og fá ýmis verkfæri til að auka álagsþol og viðnám í starfi.   

  • Skilja til hvað tilfinningagreind er og fá leiðbeiningar um það hvernig slík greind nýtist í bæði lífi og starfi.  

Verð:  31.300 kr.  

Staður og tími: Miðvikudagur 14. október frá kl. 13-16.   - VEFNÁMSKEIÐ Á ZOOM

 

*Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja  athugið, starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

*Aðilar að Iðunni eiga rétt á 75% niðurgreiðslu á námskeiðið og geta skráð sig á www.idan.is. 

Athugið að námskeiðið er opið öllum og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð