Græn jól

Flokkur: Loftum

Á námskeiðinu verður farið yfir hugmyndir og hugleiðingar um hvernig halda megi græn jól.

Farið verður yfir möguleika á umhverfisvænni innpökkun gjafa og skreytinga, tekin dæmi og sýnd myndbönd.

Hugmyndir settar fram um frumlegar, ódýrar og umhverfisvænar gjafir. Auk þess sem tekin verða dæmi um gjafir og samverustundir sem slegið hafa í gegn.

Á námskeiðinu verða líka umræður þar sem þátttakendur geta deilt góðum hugmyndum eða minningum um gjafir hitt hafa í mark.

Leiðbeinandi: Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita:

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is

Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is

Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Græn jól 26. nóv Þriðjudagur 17:00-18:30 Vefnámskeið á ZOOM Skráning