Um er að ræða 11 vikna námskeið í grafískri vinnslu fyrir þau sem vilja taka sín fyrstu skref í stafrænni hönnun eða þau sem stefna á lengra nám í grafískri hönnun.
Einnig tilvalið fyrir fólk í rekstri sem vill bæta við sig þekkingu til að geta hannað sitt eigið markaðs- og kynningarefni fyrir stafræna miðla og prent.
Kennt verður á:
Adobe Illustrator (4 vikur)
Grunnur í teiknun, litum, letri og myndbyggingu.
Einnig verða skoðaðir möguleikar með gervigreind.
Adobe Photoshop (3 - 4 vikur)
Grunnur í myndvinnslu, litalögun og blöndun.
Einnig verða skoðaðir möguleikar með gervigreind.
Adobe Express (3 - 4 vikur)
Hreyfigrafík, auglýsingagerð fyrir stafræna miðla
og aðrir möguleikar með gervigreind.
Verð fyrir námið er: 95.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá Fræðslusjóðs)
Innifalið í verðinu er 1. árs leyfi á Adobe Creative Cloud (all apps) frá Hugbúnaðarsetrinu, sem kennari úthlutar og aðstoðar við uppsetningu á í fyrsta tíma námsins.
Gerð er krafa um að nemendur noti eigin fartölvur og að tölvur séu í góðu standi,
nýlega uppfærðar og með gott vinnsluminni.
Kerfiskröfur:
Mac OS X: Safari 7.x, Google Chrome, Firefox 4 eða nýrri
Windows 7: Internet Explorer 11, Google Chrome, Firefox 4 eða nýrri
Windows 8: Internet Explorer 11, Google Chrome, Firefox 4 eða nýrri
Windows 10: Microsoft Edge Internet Explorer 11, Google Chrome, Firefox 4 eða nýrri
Umsóknafrestur er til 15. janúar
Námið hefst 20. janúar og lýkur 3. apríl
Kennt verður á mánudögum í staðnámi og fimmtudögum í fjarnámi frá kl. 17:00 - 21:00
Öll innslög kennara verða tekin upp og geymd á TEAMS svæði sem nemendur
hafa aðgang að og því tilvalið fyrir þá sem kjósa að vinna allt í fjarnámi.
Kennari er:
Heiðar Brynjarsson, grafsíkur hönnuður.
Frekari upplýsingar um námið veita:
Anna María, ráðgjafi og verkefnastjóri - annamaria@simey.is
Helena Sif, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri - helena@simey.is