Það borgar sig að vanda til verka þegar við ráðumst í okkar stærstu fjárhagslegu ákvarðanir. Hjá mörgum getur íbúðalánið haft afgerandi áhrif á fjármál heimilisins en erfitt getur reynst að átta sig á hvað hentar best á hverjum tíma. Á námskeiðinu verður rætt um allt það helsta sem tengist íbúðalánum almennt og aðstæðum í dag.
Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, sem hyggur á íbúðakaup eða hefur þegar tekið íbúðalán.
Ávinningur þátttakenda
Þátttakendur verða betur í stakk búnir til að taka upplýstar ákvarðanir um hvers kyns lán hentar þeim best á hverjum tíma.
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Íbúðalán - vefnámskeið | 13. mar | 17:00-18:00 | Vefnámskeið | 16.900 kr. | Skráning |