Innri vegferð - ytri gróska - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig við getum dýpkað og nært innri tengsl við okkur sjálf, samfélagið og jörðina og þannig byggt grundvöll fyrir ytri og innri sjálfbærni. Fjallað verður um Innri þróunarmarkmiðin og þann vaxandi skilning meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagsmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ójöfnuðar, streitu, einmanaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að innri þættir á borð við gildi og hugmyndafræði hafa mikið vogarafl þegar kemur að því að stuðla að breytingum í átt að sjálfbærara samfélagi.
Ávinningur:
- Efling innri þátta sem nauðsynlegir eru fyrir innri og ytri sjálfbærni.
- Aukin skilningur á af hverju þín þátttaka og viðhorf í umhverfismálum skipta máli.
- Verkfæri til að takast á við erfiðar tilfinningar tengdar umhverfis- og náttúruvá.
- Aukin innri kraftur og kjarkur.
- Bætt almenn líðan.
Fyrir hverja: Alla sem hafa áhuga á að efla innri þætti sem lið í að hafa jákvæð áhrif á sjálfan sig, aðra og umhverfið. Fyrirkomulag: Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, umræðum, verkefnum og æfingum.
Fyrirkomulag: Vefkennt einu sinni í viku í 6 skipti 1,5 klst í senn.
Kennari: Þuríður Helga Kristjánsdóttir er núvitundarkennari með áherslu á núvitundarmiðaða nálgun á samfélagslegar áskoranir. Þuríður rekur fyrirtækið Veglyndi sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu fyrir vinnustaði, hópa, stjórnendur og einstaklinga. Þuríður með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og kennaranám frá sama skóla, hún er með BA í myndlist frá AKI í Hollandi.

Lengd: 6*1,5 klst
Hvar og hvenær: Hefst 11. febrúar og lýkur 18. mars kennt á vefnum frá kl. 16.30-18.00

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Innri vegferð – ytri gróska - vefnámskeið 11. feb - 18. mar 16.30-18.00 Vefnámskeið 35.000 kr. Skráning