Lífsþjálfun með Erlu - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Námskeið fyrir þá sem vilja vaxa og styrkja sig persónulega. Þátttakendur kynnast leiðum lífsþjálfunar til að efla sjálfstraust sitt, setja sér framtíðarmarkmið og hvernig þeir geta með einföldum skrefum bætt líf sitt. Boðið er upp á áhugaverða sjálfsvinnu og fá þátttakendur verkefnahefti til að vinna í. Þetta námskeið er fyrir þig ef þig langar í áhugaverða sjálfsvinnu þar sem þú vinnur meðal annars að því:

  • Að styrkja og efla sjálfstraust þitt.
  • Auka vitund þína
  • Setja þér framtíðarmarkmið
  • Vaxa sem manneskja
  • Gera jákvæðar breytingar í lífinu
  • Sigrast á áskorunum

Eftir námskeiðið hafa þátttakendur fengið tækifæri til að kynnast lífsþjálfun og verkfærum hennar. Þeir hafa fengið leiðsögn við að setja sér framtíðarmarkmið, gera jákvæðar breytingar í lífi sínu og hvernig hægt er að styrkja og efla sjálfstraust sitt.

Leiðbeinandi: Dagbjört Erla Gunnarsdóttir, menntaður lífsþjálfi, kennari og snyrtifræðimeistari

Athugið námskeiðið er tvö skipti dagana 29. janúar og 5. febrúar frá kl. 16.30-18.00

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Lífsþjálfun með Erlu - vefnámskeið 29. jan - 05. feb 16.30-18.00 Vefnámskeið 22.500 kr. Skráning