Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig á að teikna upp hönnun og yfirfæra hana í plasmaskurðarvél.
Kennslan mun einnig ná til notkunar á plasmaskurðarvél, öryggismála tengdum henni og bestu verklagsreglna.
Þátttakendur fá tækifæri til að útbúa sína eigin hönnun og skera hana sjálfir í vélinni.
Plasmaskurðarvél er tæki sem notar rafleiðandi gas (plasma) til að skera í gegnum efni, eins og málma, með mikilli nákvæmni og skilvirkni.
Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson forstöðumaður FabLab í VMA
Lengd: 6 tímar, tvö skipti dagana 24. og 25. febrúar
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
FaBLab - Notkun á Plasmaskurðarvél - 6 tímar, tvö skipti | 24. feb - 25. feb | 17:00-20:00 | FabLab í VMA | 32.900 kr. | Skráning |