Raunfærnimat

Flokkur: Raunfærnimat

Raunfærnimat hjá SÍMEY er fyrir einstaklinga 23 ára og eldri sem hafa a.m.k þriggja ára starfsreynslu úr því starfi sem meta skal.

Af hverju raunfærnimat?

Að ljúka raunfærnimati getur:

  • stytt nám á ákveðnum brautum á framhaldsskólastigi (sjá neðar)

  • sýnt fram á starfsfærni á vinnumarkaði.

  • hjálpað fólki að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu viðkomandi á vinnumarkaði.

Hvaða raunfærnimat er í boði?

  • Ferðaþjónusta
  • Sjávarútvegur; fisktækni, netagerð, skipstjórn, vélstjórn
  • Þjónustugreinarnar; félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi
  • Sjúkraliði
  • Verslunarfulltrúi

Greinar í samstarfi við Iðuna Fræðslusetur:

  • Bílgreinar: Bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðasmíði.
  • Bygginga- og mannvirkjagreinar: Húsasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, skrúðgarðyrkja og veggfóðrun- og dúkalögn.
  • Matvæla- og veitingagreinar: Bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla, matsveinn og matartækni.
  • Málm- og véltæknigreinar: Blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
  • Prent- og miðlunargreinar: Grafísk miðlun, prentiðn, ljósmyndun.
  • Hársnyrtiiðn.

Raunfærnimat V2025