Ein helsta áskorunin í vinnuumhverfinu í dag er skipulag og umsjón með upplýsingum. Flestir geta tekið undir það að flæði upplýsinga og gagna hefur sjaldan verið meira.
Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja og þurfa að skilja hvernig högun skjala og upplýsinga er háttað í Office 365/SharePoint. Grunnatriðin sem farið er í gegnum er skipulag upplýsinga, s.s. skjala, miðlægra gagna, verkferla og samskipta.
Markmið
Fyrir hverja
Alla þá sem vinna í Office 365.
Leiðbeinandi - Sigurjón Hákonarson
Sigurjón hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og þróun lausna í upplýsingatæknigeiranum. Helstu áhuga- og viðfangsefni eru betri lausnir til samvinnu og verkefnastjórnunar.
Sigurjón var áður aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kenndi þar hugbúnaðarverkfræði meðal annars. Hann var meðstofnandi Verkefnastjórnunarakademíunnar sem kenndi röð fyrirlestra í verkefnastjórnun hjá Opna Háskólanum áður en MPM námið varð til.
Í nokkur ár hefur Sigurjón séð um kennslu á SharePoint og Office 365 hjá Prómennt. Hann er með M. Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.
*Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar og þeim félögum sem hafa gert samstarfssamning við Starfsmennt í gegnum mannauðssjóði. Þetta á t.a.m. við um félagsmenn SFR, Kjöl og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Einingu Iðju. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér. Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér www.smennt.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|