Sterkari til starfa - Streituskólinn

Flokkur: námskeið

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greint verður frá því hvar ábyrgð starfsmansins liggur í endurkomuferli sínu. Eins verður fjallað um streituvalda, streituvarnir og álagsviðbrögð. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum og hvernig megi stuðla að vellíðan í starfi. Komið verður inn á tímastjórnun og fræðslu í samskiptum.

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu: 

  • Hvenær er best að hefja störf að nýju eftir veikindaleyfi?
  • Hvað ber að varast í endurkomuferlinu?
  • Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
  • Hver er munurinn á streitu og kulnun? 
  • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
  • Hvar liggur ábyrgð starfsmanna vs. stjórnenda?
  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
  • Hvað segja nýjustu rannsóknir?
  • Á streittur einstaklingur afturgengt á vinnumarkaðinn?
  • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
  • Hvernig get ég hvílt mig í vinnunni?

Markhópur: Einstaklingar sem stefna á vinnumarkað eftir veikindaleyfi eða eru að máta sig í starfi í kjölfar streitu/kulnunar.

Leiðbeinendur: Helga Hrönn Óladóttir og Inga Dagný Eydal frá Streituskólanum

Tími: 3 tímar

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning