Námskeiðslýsing
Fjallað verður um aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun. Kynnt verður nýjasta þekkingin úr streitufræðunum. Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi. Hentar öllum þeim sem vilja fá betri yfirsýn yfir verkefnin sín, auka skipulagshæfni sína, draga úr streitu og stuðla að bættri forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi. Svarað verður spurningum á borð við:
Fyrirlestur, opnar umræður og virk þátttaka.
Lengd: 2 tímar
Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum
Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið!
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|