Tölvuöryggismál

Flokkur: námskeið

Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar.  Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.

Eftirfarandi spurningar eru á meðal þess sem við leitumst við að svara á námskeiðinu:

  • Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt?
  • Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim? 
  • Hvað er "malware" hvernig á að verjast þeim?
  • Hvað er  "ransomware" og er hægt að verjast því?
  • Hvernig þekkjum við falskar vefsíður?
  • Hvernig má þekkja falska tölvupósta?
  • Hvernig geri ég þráðlausanetið mitt öruggara?

 

Fyrirkomulag: Námskeiðið er í fyrirlestraformi og með sýnikennslu.

Leiðbeinandi:  Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur.

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð