Viðbrögð við COVID-19

21.ágúst

Viðbrögð við COVID-19 hjá SÍMEY :

 

Til nemenda og kennara:

 

SÍMEY leggur mikla áherslu á að skapa gott námsumhverfi í sínu húsnæði og vill að líf og fjör sé í húsinu. Í kjölfar þess að COVID herjar nú á heimsbyggðina þurfum við að laga okkur að því og bregðast við í samræmi við þau tilmæli og reglur sem heilbrigðisráðherra setur í samráði við sóttvarnarlækni. Hér á eftir er lýsingar á því hvernig SÍMEY hyggst gera fólki kleift að sækja nám í húsnæði SÍMEY og tryggja með sem bestum hætti öyggi þess. 

 

Almennar sóttvarnarreglur 

  • SÍMEY ber ábyrgð á að farið sé eftir sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni með öryggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks að leiðarljósi.  

  • SÍMEY starfar í samræmi við námskrár og námslýsingar.  Námsskipulag og framkvæmd getur breyst í takt við skilgreind áhættustig og takmarkanir.  

  • SÍMEY mun fylgjast vel með líðan nemenda sinna og hafa yfirsýn yfir þá sem þurfa sérstakan stuðning. 

  • Áhersla er lögð á gott upplýsingaflæði til þátttakenda, kennara og starfsfólks um stöðu mála, úrræði og stuðning sem í boði er.  

  • Hvað varðar nemendur í áhættuhópum, þar sem kennsla krefst nándar og ekki er hægt að virða gildandi nándarreglu, er mikilvægt að haft sé sérstakt og viðvarandi samráð til að tryggja að viðkomandi geti sinnt sínu námi.  

 

Nándarmörk- 1 metra reglan 

  1. Nándarmörk í öllu húsnæði SÍMEY eru minnst 1 metri, og á það við í kennslustofum, skrifstofum og sameiginlegu rými SÍMEY. Jafnframt er þar átt við að nemendum, kennurum og starfsfólki beri að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í öllu skólastarfi. 
     

  1. Til að hægt sé að halda nándarmörk þarf að tryggja að of margir nemendur safnist ekki saman í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert með því að fækka sætum í kennslustofum og verður kaffipásum útdeilt til námshópa þannig að einungis einn hópur er í pásu hverju sinni.  Gangar eru eingöngu ferðarými á milli stofa.  
     

  1. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni, skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Við þær aðstæður skal leitast við að bæði kennari og nemandi beri grímu. Tryggja þarf rétta notkun andlitsgrímunnar, sbr. 2. mgr. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. SÍMEY útvegar andlitsgrímur fyrst um sinn. 

Fjöldatakmörkun – 100 manns 

  1. Fjöldatakmörkun kveður á um að fleiri en 100 einstaklingar megi ekki koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Við uppsetningu á húsnæði SÍMEY, þá eru einungis 90 pláss í húsinu. Þar með er það tryggt að ekki er hægt að koma meira en 90 manns fyrir í hverjum tíma.  Sett hefur verið upp álagstafla í húsinu þar sem fram kemur fjöldi manns á hverjum tíma miðað við stærð námshópa og fjölda starfsfólks. Samkvæmt henni eru að hámarki 60 manns í húsinu hverju sinni. 
     

  1. Þar sem fjöldatakmörkun er miðuð við 100 manns er ekki þörf á að skipta SÍMEY upp í mismunandi aðgreind sóttvarnarhólf. Húsnæðinu er skipt í 3 sótthreinsisvæði og eiga nemendur og starfsfólk að setja á sig handspritt ef það fer á milli þessra svæða. Hvert svæði verður merkt sérstaklega.  
     

  1. Um öll svæði gildir að nemendur, kennarar og annað starfsfólk á ekki að koma inn á svæði ef þau:  

  • Eru í sóttkví.  

  • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).  

  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. 

  • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu). 

 

Sótthreinsanir 

 

  1. Sameiginlegir snertifletir eru þrifnir og sótthreinsaðir daglega. Þar að auki verða tuskur og sótthreinsivökvar aðgengilegir í kennslustofum og eru nemendur og kennarar beðnir um að sótthreinsa sína stöð þegar þeir koma að henni í upphafi tíma, og þegar þeir skilja við hana í lok tíma. 

  1. Við leggjum áherslu á að hver og einn sýni ábyrgð og sinni einstaklingsbundnum sóttvörnum, s.s. handþvotti og sótthreinsun.  

 

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar, athugasemdir eða ábendingar, þá vinsamlegast hafið samband í 4605720 eða simey@simey.is. 

 

Með kærri kveðju. 

Starfsfólk SÍMEY. 

 

14.ágúst

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur skal nota andlitsgrímu. Hjúkrunarheimilum, öðrum heilbrigðisstofnunum og sambærilegum stofnunum er gert skylt að setja reglur um starfsemi sína, svo sem um heimsóknir utanaðkomandi að heimilum og stofnunum. Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns að hámarki. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman.

Þær breytingar sem verða með nýrri auglýsingu um takmörkun á samkomum eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblaði hans til ráðherra frá 11. ágúst síðastliðnum.

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum, og innan framhaldsfræðslunnar

Í framhalds- og háskólum, og innan framhaldsfræðslunnar verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

 

Rules on social distancing will be eased for colleges, universities, and sports, according to a new announcement issued by Svandís Svavarsdóttir, Minister of Health. Otherwise, the general rule of the two-meter social distancing between individuals still applies. In circumstances where the two-meter distance cannot be maintained and on public transport journeys lasting more than 30 minutes, face masks should be worn.

Nursing homes, other health care institutions, and other similar agencies are required to set rules for their activities, e.g. regarding external visits to care homes and other institutions. A 100-person limit of larger gatherings still applies.

As stated in the Minister of Health's announcement, great emphasis is placed on personal hygienic measures and individual responsibility with frequent and regular cleaning where people come together. 

The changes announced by the Minister of Health on restrictions on public gatherings are in accordance with recommendations proposed by Chief Epidemiologist to the Minister on 11 August. 

Social distancing in colleges and universities, adult education.

Colleges and universities and adult education will be allowed to maintain one-meter social distance between individuals without face masks. Common equipment and surfaces shall be disinfected at least once a day and emphasis placed on personal hygienic measures and individual responsibility.

 

6. ágúst

Þann 31.júlí tóku gildi nýjar ráðstafanir til eflingar sóttvörnum innanlands í þeirri von að ná tökum á útbreiðslu COVID-19 smita. Fjöldi fólks sem kemur saman miðast nú við 100 fullorðna, fólki ber að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli sín og bera andlitsgrímu sé þess ekki kostur. Þetta er sambærilegt verklag og var í gangi í vor. SÍMEY hefur nú þegar innleitt þessar nýju reglur innan starfsins og á vinnustaðinn þannig að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 100 fullorðnir í sama rými innan SÍMEY. Eins að aldrei verði fleiri en svo í minni rýmum að ekki verði unnt að fylgja tveggja metra reglunni. 

Undirbúningur og skipulag gerir ráð fyrir að ákveðnar námsleiðir geti farið fram alfarið í fjarnámi ef til kæmi til frekari takmarkana.

Allt starf tekur mið af auknum sóttvörnum. Þátttakendur geta haft 2ja metra regluna sem viðmið og hafa traust aðgengi að sótttvörnum, handspritti, hönskum og grímum. Einnig aðstöðu til að sótthreinsa vinnusvæði. Ræstingar taka mið að af sótthreinsun snertiflata og sameinlegra svæða.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta fjarþjónustu. Svarbox, tölvupóst, facebook og einnig er hægt að bóka fjarfundi með ráðgjöfum á heimasíðu okkar, þar er einnig að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og framboð náms. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

 

Nú hefur aldrei verið mikilvægara að huga hvert að öðru og standa saman. Sammælumst um að virða tveggja metra regluna og fjöldatakmörkun, reynum að takmarka óþarfa samneyti og gætum að sóttvörnum. Við berum öll ábyrgð.  

 

30.04.2020

Í framhaldi af reglugerð heilbrigðisráðherra á rýmkun á samkomubanni þá opnar SÍMEY húsnæði sitt 4.maí  með ákveðnum breytingum. 

Helstu viðmið verða að aldrei verða fleiri en 50 manns á sama tíma í húsnæði og að tryggt sé að fólk geti viðhaldið 2ja metra fjarlægð. Eftirfarandi eru tilmæli til viðskiptavina (English-below):

 

As result of the Minister´s of health new regulation on public gatherings, SÍMEY will open its offices and study facilities, with detailed restrictions. The main ones: At each time maximum of 50 people will be situated in the facilities and people wil be able to secure the 3 mtr distance.

Við erum öll almannavarnir

 Tryggðu 2ja metra regluna eins og kostur er

Gættu vel að handþvotti og sótthreinsun

Sótthreinsaðu snertifleti t.d. kaffivél

Sótthreinsaðu vinnusvæði þitt fyrir og eftir.

Notaðu hlífðarbúnað ef þú þarft, hanskar, maskar.

Haltu þig heima ef þú finnur fyrir einkennum t.d. kvef, hósti.

 

Civil defense is in our hands

 Keep 2 metre distance between each other

Wash your hands with soap and use hand sanitiser

Be mindful when using things like touchscreens, buttons, handrails ect.

Sanitise your workspace before and after

Use protection gear such as gloves and masks as you prefer

Stay home when experiencing cold, cough or flu symptoms

 

 

20 mars.

Hér er að finna tengla á fræðslu tengda Covid-19 veirunni á einföldu og myndrænu máli frá Fjölmennt. 

Fræðsluefni frá Fjölmennt

 

 

16.mars 2020-English below

Þann 16. mars tekur gildi samkomubann og takmarkanir á skólahaldi vegna heimsfaraldurs Covid 19 veirunnar. Öllum skrifstofum SÍMEY og námsaðstöðu er því lokað fyrir öðrum en starfsfólki um óákveðinn tíma.

Eftir sem áður verður hægt að ná í starfsfólk SÍMEY í síma og senda því tölvupóst. Einning á samfélagsmiðlum.

Because of the Covid 19 epidemic, The Icelandic Minister of Health has imposed a ban on public events and gatherings and placed restrictions for schools.

SÍMEYoffices and study facilities will therefore be closed until further notice.

During this time, SÍMEY´s staff can be reached by phone and e-mail. Also social media.

 

13. mars 2020 - English below

Ágæti nemandi.

Í kjölfar þess að Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars hefur SÍMEY ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstaðana.

  • Þau námskeið sem er hægt að færa yfir í fjarkennslu verða kennd í fjarnámi
  • Námskeið sem eru yfir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi verður frestað.
  • Námskeið sem eru undir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi munu halda áfram í staðnámi.

Þessar aðgerðir taka tillit til eftirfarandi þátta í samkomubanninu.

  • Að hafa sem fæsta einstaklinga í húsi
  • Að tryggja að hægt sé að hafa lágmarksfjarlægð 2 metra, á milli einstaklinga í kennslu.

Þetta þýðir að námskeið sem haldin verða í húsi áfram eru eftirfarandi

  • Enska HELP-Start
  • Stærðfræði – Nám og Þjálfun
  • Skref til Sjálfshjálpar í íslensku sem öðru máli

Þau námskeið sem verða kennd í fjarkennslu eru eftirfarandi:

  • Alvöru bókhaldsnámskeið
  • Sölu markaðs- og rekstrarnám
  • Fræðsla í Formi og lit
  • Félagsliðabrú
  • Stuðningsfulltrúabrú.
  • Íslenska sem annað mál.

Þeir nemendur sem eru á þessum námskeiðum munu fá upplýsingar og leiðbeiningar í tölvupósti um það hvernig fyrirkomulag fjarnáms verður.

Öðrum námskeiðum er frestað um fjórar vikur

Vinna við verkefni í raunfærnimati heldur áfram með áherslu á veflæga nálgun

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa verður í boði.

Með bestu kveðjum

SÍMEY

 

To the students of SÍMEY.

Responding to new information regarding COVID-19

Dear student.

Following the Minister of Health's ban on gatherings bigger than 100 people, starting on midnight March 15, SÍMEY has decided to take the following measures.

• Courses that can be transferred to online courses will be taught online.

• Courses that are over 8 people and cannot be taught online will be postponed.

• Courses that are under 8 people and cannot be taught online will be taught at Simey.

These actions take into account the following elements of the gathering ban.

• Having as few people in the house as possible

• Ensure that a minimum distance of 2 meters is possible between individuals during lessons.

This means the following courses will be taught as usual in SÍMEY.

• English HELP-Start

• Mathematics – Nám og Þjálfun

• Skref til sjálfshjálpar – Icelandic as a second language

The courses that will be taught in distance education are the following:

  • Alvöru bókhaldsnámskeið
  • Sölu markaðs- og rekstrarnám
  • Fræðsla í Formi og lit
  • Félagsliðabrú
  • Stuðningsfulltrúabrú.
  • Icelandic as a second language.

The students who attend these courses will receive information and instructions via e-mail on how the distance learning arrangement will be.

Other courses are delayed by four weeks

Validation projects will continue with web based empahsis

The service of career counselors will be open.

With best regards

SÍMEY

 

10.mars 2020

Í ljósi þess að nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Í ljósi þess að ekki er komið samkomubann og að ekki eru farin að greinast smit hér á svæðinu að svo stöddu mun starfsemi SÍMEY haldast óbreytt eins og staðan er í dag. Við munum fylgjast náið með stöðu mála og uppfæra upplýsingar á heimasíðu SÍMEY eftir þörfum.

Hafinn er undirbúningur að því að færa kennslu í námsleiðum yfir á fjarfundaform ef þörf er á og í samráði við kennara.

Við getum gert margt til að koma í veg fyrir smit og er mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Fyrst og fremst er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir í inngang og á kaffitorginu. Allir eru hvattir til að nýta sér þá.

Kennarar og nemendur eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau að fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Það er ekki ólíklegt að þeim fjölgi enn sem þurfa að fara í sóttkví og því líklegt að það geti haft áhrif á skólastarfið. Þurfi kennarar að fara í sóttkví gæti orðið breyting á kennsluháttum en við munum leggja okkur fram um að halda uppi skólastarfi eins og kostur er og halda öllum upplýstum.

Ef nemandi eða kennari greinist með COVID-19 veiruna og/eða þarf að fara í sóttkví biðjum við um að haft verði samband tafarlaust við SÍMEY með tölvupósti á simey@simey.is .

 

Með kærri kveðju

Starfsfólk SÍMEY

 

English:

COVID-19 - Information 

As a state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus the Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is

First and foremost we emphasize on washing hands often with soap and water. We have put hand sanitizers in various places for staff and students to use.

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example, due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

It is likely that more and more people have to go into quarantine which can influence our schedule. If a teacher needs to go into quarantine we might need you adapt teaching methods or schedule. We will try our best to keep our staff and students informed along the way. 

If a student or a teacher is diagnosed with COVID-19 and/or needs to go into quarantine we kindly ask to promptly inform us  by e-mail simey@simey.is

best regards

The SÍMEY staff