Að takast á við áhrif vaktarvinnu: Heilsa og vellíðan starfsfólks

Flokkur: HSN

Athugið þessi skráning er fyrir starfsfólk HSN.

Fræðslan er í boði fyrir fleiri aðila á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu.

Að takast á við áhrif vaktarvinnu: Heilsa og vellíðan starfsfólks.
Vaktarvinna getur haft alvarleg áhrif á taugakerfi starfsfólks, þar sem truflun (dysregulation) á starfsemi taugakerfisins getur leitt til aukinnar streitu, svefnleysis og tilfinningalegra og hugrænna erfiðleika. Þessi áhrif geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Fyrirlesturinn útskýrir hvernig hægt er að bæta heilsu og vellíðan vaktavinnufólks með markvissum aðferðum sem snúa að því að jafna taugakerfið og draga úr neikvæðum áhrifum vaktarvinnu.

Leiðbeinandi: Hrefna Óskarsdóttir – sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði / Rúnar Helgi Andrason – yfirsálfræðingur á verkjasviði

Markhópur: Allir

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefur:

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Að takast á við áhrif vaktarvinnu- vefnámskeið 06. maí 14:30-16:00 Vefnámskeið Skráning