Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Margir kannast við það að finnast þeir aldrei ná að ljúka verkefnunum sínum, að tíminn sé of knappur, að verkefnin séu of mörg eða stöðugar truflanir komi í veg fyrir að árangur náist. Þetta getur valdið álagi og þreytu hjá þeim ásamt togstreitu í samskiptum á vinnustaðnum.
Á námskeiðinu er þátttakendum hjálpað að ná ákveðinni heildarsýn yfir vinnudaginn og vinnusvæðið sitt. Farið verður í hvað tíminn, í vinnunni eða heima, raunverulega fer og hvernig hægt er að forgangsraða verkefnum. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin og jafnframt að takast á við ýmsar truflanir, s.s. tölvupósta og símtöl sem óhjákvæmilega setja oft mikið mark á vinnudaginn.
Á námskeiðinu verður m.a. farið í hvað felst í tímaþjófnaði, frestun, skipulagningu og áætlanagerð, fundum og fundarstjórn, að segja nei, jákvæðu hugarfari og sjálfstjórn.
Markmið
Að efla tímastjórnun þátttakenda til að ná fram betri nýtingu á tímanum og meiri vellíðan.
Að kenna þátttakendum að þekkja og fanga tímaþjófa og truflanir.
Að efla skipulagsfærni starfsfólks.
Þátttakendur munu að námskeiðinu loknu:
geta náð betri stjórn á vinnudeginum og eigin líðan í vinnunni
geta greint núverandi nýtingu á eigin tíma
geta forgangsraðað verkefnum út frá mikilvægi
geta sett markmið og unnið skipulag og áætlanir úr frá þeim
geta borið kennsl á ýmsar truflanir og tímaþjófa og beitt aðferðum til að draga úr áhrifum þeirra.
Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman.
Hvar og hvenær: 23. september kl. 14:00-15:30 og 30. september kl. 14-15:30. Námskeiðið fer fram á ZOOM og er tvö skipti.
Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|